Gullna reglan er hreinn blómavasi og hreint vatn. Vasa verður að þvo vel með hreingerningarlegi og skola síðan með heitu vatni, til að sporna við örverum.

Örverur í vasa eru fljótar að fjölga sér þegar fersk blóm og vatn koma í vasann. Örverur vaxa hratt og geta stíflað æðar stilksins og lokað þannig fyrir vatnsupptöku, sem orsakar að blómið hneigir sig og visnar. Örverur þrífast vel í næringarríku blómavatni, mettu safa úr blöðum og stilk.