Blóm standa lengur ef þau eru látin í lausn með endingarefnum. Mikilvægt er að farið sé eftir leiðbeiningum á umbúðunum. Varhugavert er að nota stærri skammta, of sterk lausn getur verið skaðleg. Eingöngu á að nota lausnina á þau blóm sem nefnd eru á umbúðunum, ekki önnur, því hún getur virkað sem eitur á þær.

Efnin á að leysa upp í hreinu vatni í hreinu íláti. Ekki er þörf á að skipta um lausn fyrr en lausnin verður skýjuð. Bæta verður við vatni ef lítið vatn er eftir. Algengt er að neytandinn fari sínar eigin leiðir en nauðsynlegt er að hafa á takteinum leiðbeiningar um meðferð afskorinna blóma í heimahúsum. Dæmi um slík húsráð er: 1. 250 – 500 ml. Seven-up (ekki diet) 250 – 500 ml. vatn ½ teskeið bleikiklór (3 %) 2. 1 lítri vatn 2 matskeiðar sítrónu- eða lime-safi 1 matskeið sykur ½ matskeið bleikiklór (3%) Þessar blöndur gefast vel fyrir rósir og ýmsar aðrar tegundir. Ef mögulegt er ætti að nota þau endingarefni sem hafa verið prófuð fyrir viðeigandi blóm.