Entries by

Textar á útfararborða

Við erum með fullkomin tæki til að prenta á borða. Hér er hægt að velja úr nokkrum hugmyndum af textum til að hafa á borð um sem settir eru á útfararskreytingar, kransa og krossa.

Ethylene

Aðaluppspretta ethylens á heimilum eru ávextir, grænmeti, rotnandi matarleifar og reykingar. Blóm ættu ekki að standa nálægt ávöxtum né grænmeti. Blóm standa lengst þar sem loft er hreint og tært.

Raki

Blómin haldast lengur fersk við hátt rakastig. Ef blómin standa í þurru loftslagi ætti að úða þau með vatni einu sinni til tvisvar á dag. Forðast skal að láta blómin standa í trekk því hann veldur rakatapi.

Birta

Blóm þola ekki sterkt sólarljós. Dreifð birta er góð fyrir endingu, knúppaþroska og heilbrigði blaða blómanna.

Endingarefni

Blóm standa lengur ef þau eru látin í lausn með endingarefnum. Mikilvægt er að farið sé eftir leiðbeiningum á umbúðunum. Varhugavert er að nota stærri skammta, of sterk lausn getur verið skaðleg. Eingöngu á að nota lausnina á þau blóm sem nefnd eru á umbúðunum, ekki önnur, því hún getur virkað sem eitur á þær. […]

Meðferð

Áður en blóm eru látin í vasa eru stilkarnir skáskornir með beittum hníf. Taka skal af öll blöð sem geta lent í vatninu, því þau rotna fljótt og hafa skaðleg áhrif á blómin. Blóm geta verið aðeins byrjuð að visna ef langur tími líður áður en þau komast í vatn. Slík blóm má fá safaspennt […]

Hitastig

Blóm í vasa endast lengst ef þau eru á svölum stað, fjarri ofnum og gluggum og lausum við trekk. Ráðlegt er að láta blómin á svalan stað á nóttunni.

Hreinlæti

Gullna reglan er hreinn blómavasi og hreint vatn. Vasa verður að þvo vel með hreingerningarlegi og skola síðan með heitu vatni, til að sporna við örverum. Örverur í vasa eru fljótar að fjölga sér þegar fersk blóm og vatn koma í vasann. Örverur vaxa hratt og geta stíflað æðar stilksins og lokað þannig fyrir vatnsupptöku, […]