Myndir

UM OKKUR

Blómastofa Friðfinns hefur ákveðið að fylgja nýjum viðskiptaháttum og taka upp eingöngu NET og SÍMAÞJÓNUSTU. Við erum í beinu sambandi við blómaheildverslun og eigum því alltaf fersk blóm. Við munum kappkosta að veita viðskiptavinum sínum sem besta og víðtækasta þjónustu í tengslum við blóm og skreytingar.

Blómastofan hefur blóm á boðstólum fyrir ýmis tækifæri, svo sem fæðingar, skírnir, afmæli, fermingar, útskriftir og útfarir. Einnig má gefa blóm, bara til að gleðja!

Blómastofa Friðfinns hefur verið starfrækt síðan 1968 og fagnar því 44 ára afmæli á árinu. Hún er þar með ein elsta starfrækta blómaverslun á landinu.

© Copyright - Blómabúð