Fræðsla
netverslun
  • Skrá sig

Endingarefni

Blóm standa lengur ef þau eru látin í lausn með endingarefnum. Mikilvægt er að farið sé eftir leiðbeiningum á umbúðunum. Varhugavert er að nota stærri skammta, of sterk lausn getur verið skaðleg. Eingöngu á að nota lausnina á þau blóm sem nefnd eru á umbúðunum, ekki önnur, því hún getur virkað sem eitur á þær. 

Efnin á að leysa upp í hreinu vatni í hreinu íláti. Ekki er þörf á að skipta um lausn fyrr en lausnin verður skýjuð. Bæta verður við vatni ef lítið vatn er eftir. Algengt er að neytandinn fari sínar eigin leiðir en nauðsynlegt er að hafa á takteinum leiðbeiningar um meðferð afskorinna blóma í heimahúsum. Dæmi um slík húsráð er: 1. 250 – 500 ml. Seven-up (ekki diet) 250 – 500 ml. vatn ½ teskeið bleikiklór (3 %) 2. 1 lítri vatn 2 matskeiðar sítrónu- eða lime-safi 1 matskeið sykur ½ matskeið bleikiklór (3%) Þessar blöndur gefast vel fyrir rósir og ýmsar aðrar tegundir. Ef mögulegt er ætti að nota þau endingarefni sem hafa verið prófuð fyrir viðeigandi blóm.

Meðferð

fraedsla 5 200Áður en blóm eru látin í vasa eru stilkarnir skáskornir með beittum hníf. Taka skal af öll blöð sem geta lent í vatninu, því þau rotna fljótt og hafa skaðleg áhrif á blómin. 

Blóm geta verið aðeins byrjuð að visna ef langur tími líður áður en þau komast í vatn. Slík blóm má fá safaspennt með því að setja þau á kaf í vatn í vaski eða baðkari í 2 – 3 tíma áður en þau eru sett í vasa. Síðan eru stilkarnir skáskornir með beittum hníf og þau sett í vatn með endingarefnalausn. Visnuð blóm, sérstaklega afskorin blóm með trjákenndan stilk s.s. rósir, krysi eða gerberur er hægt að hressa við ef stilkendanum er stungið í heitt vatn í 60 sekúndur. Hlífa skal blóminu þannig að heit gufan leggi ekki upp blómið. Sama á við um blóm sem gefa frá sér mjólkursafa (þyrnikóróna, valmúi) en einnig má kljúfa upp í stilkinn um 2 cm og halda endanum við kertaljós eða kveikjara í 30 sekúndur. Gæta verður að hitinn berist ekki á blómin. Sum blóm hafa gott af því að skorið sé af stilkum þeirra ofan í vatni. Má þar nefna nellikur, kínaaster, einæran krysa, morgunfrú, rósir, ljónsmunna og skrautbaunir.

Hitastig

Blóm í vasa endast lengst ef þau eru á svölum stað, fjarri ofnum og gluggum og lausum við trekk. Ráðlegt er að láta blómin á svalan stað á nóttunni.

Hreinlæti

Gullna reglan er hreinn blómavasi og hreint vatn. Vasa verður að þvo vel með hreingerningarlegi og skola síðan með heitu vatni, til að sporna við örverum.

Örverur í vasa eru fljótar að fjölga sér þegar fersk blóm og vatn koma í vasann. Örverur vaxa hratt og geta stíflað æðar stilksins og lokað þannig fyrir vatnsupptöku, sem orsakar að blómið hneigir sig og visnar. Örverur þrífast vel í næringarríku blómavatni, mettu safa úr blöðum og stilk.

Upplýsingar

Sími: 5531099

Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skype: blomabud.blomastofa

http://beiceland.is/blomastofa-fridfinns